2019.jpg
 

The art exhibition Gluggar (e: Windows) is a showcasing of Björg Steinunn’s work following an artist residency at Kópavogur in 2019. The paintings are a mix of oil paint and found mirrors. They were showcased with accompanying texts about everyday windows and mirrors in a person’s life.

Gluggar

 

Þú ólst upp í stóru húsi eða lítilli íbúð. Þú ólst upp í stofu eða á stigagangi. Æskuheimili þitt var jafn tómlegt og það var troðið. Umkringdur fjórum veggjum svafstu í tvíbreiðu rúmi eða undir endalausri koju. Rúm yfir rúm yfir rúm yfir baun. Á veggjunum héngu myndir og hanga þar enn.

Vatnslitamynd af lóu eftir systur mömmu þinnar sem gaf upp listamannadraum til þess að verða endurskoðari. Klessulitir eftir litlu systur þína sem bráðnuðu í sólinni því ísskápurinn er staðsettur beint á móti glugga. Er eitthvað jafn einmanalegt og veggir án mynda? Er eitthvað jafn einmanalegt og myndir án veggja? Spegilmynd þín í rennihurðinni á Nettó?

Gluggar

 

Stórfenglegt verk frá tíma endurreisnarinnar trónir á hvítum vegg. Það er svo stórt og mikið að það nær næstum yfir allan vegginn. Á litlum miða við hlið málverksins stendur að það hafi tekið málarann rúm fjögur ár að klára verkið. Verkið er bæði stórbrotið í snilld sinni og inntaki. Salurinn sem það er staðsett í á þessum tiltekna tíma er fábreyttur í einfaldleika sínum og skapar þannig góðan grunn til þess að beina augum á verkið og aðeins það. Allir veggir rýmisins eru málaðir í hvítum lit og lagt hefur verið einfalt viðarparket á gólfið. Svörtum bekk hefur verið komið fyrir í miðju salsins svo áhorfendur geti tyllt sér og tekið sér góðan tíma í að taka mikilfengleika verksins inn.

Margir gestir hafa borgað sig inn á safnið í dag þar sem aðaltúristaflaumurinn stendur yfir um þetta leyti. Einn af gestum dagsins í dag er ég. Ég keypti mig inn á safnið til þess að sjá þetta tiltekna verk en ég sé það ekki vegna fígúru sem skyggir á strigann. Gamall maður með gapandi munn er fyrir mér. Það er freistandi að fella hann en þá gæti hann eflaust ekki staðið aftur upp. Að skoða mynd á safni, standandi ofan á mannshræi er heldur ekki upplifunin sem ég sækist eftir á safni sem þessu. Hvað á ég því til bragðs að taka? Ég ætti auðvitað að skoða hvað fleira safnið hefur upp á að bjóða.

Ég tek augun af stinnum skalla öldungsins aðeins til þess að festa þau á öðru og verra viðfangsefni. Á bekknum situr kona. Hún beinir allri athygli sinni á verkið sem hangir fyrir framan hana og hún tekur ekki eftir því að rassinn stendur upp úr buxunum. Rassinn virðist hafa sjálfstæðan vilja og reynir að skríða hægt og rólega upp úr Levi’s buxum eiganda síns til þess að anda að sér köldu lofti safnrýmisins. Ég og rassinn horfum á hvort annað og deilum sömu hugmynd. Við viljum komast burt héðan.

Previous
Previous

Leikhúsboð